Starfsfólk

Félag Hársnyrtisveina
Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sími: 588 0806

Netfang: fhs@klipp.is

Kennitala: 470770-0239

 

Opnunartími skrifstofu FHS:

Mánud., þriðjud. og fimmtud. 9-15 (símatími frá 9-13)

Miðvikud 12:30-16

Lokað á föstudögum

 

Starfsmaður FHS er:

Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir
 

Stjórn FHS

Stjórn Félags hársnyrtisveina
Stjórn félagsins er skipuð 5 aðilum sem eru formaður og 2 meðstjórnendur og 2 varamenn. Stjórnarmenn eru kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. 

Formaður: Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir (2018-2020)

Ritari: Sigríður Ragna Sigurþórsdóttir (2019-2021)

Gjaldkeri: Sigríður Hannesdóttir (2019-2021)

Varameðstjórnandi:  Unnur Rán Reynisdóttir (2018-2020)

Gildi félagsins

Grunngildi FHS

 • Við erum hársnyrtar sem höfum faglegt stolt í fyrirrúmi.

 • Við erum öryggisnetið þitt.

 • Við önnumst hagsmuni félagsmanna varðandi kjarasamninga.

 • Við erum samtök launafólks, hársnyrtisveina og -nema, á Íslandi.

 • Við mætum meðlimum okkar og samstarfsaðilum af virðingu.

 • Við erum heiðarleg. 

 • Við erum áreiðanleg.

 • Við erum trúverðug.

 • Við erum í fararbroddi í þróun fagsins.

 • Við látum vinnuverndar- og umhverfismál okkur skipta.

 • Fyrir okkur eru allir jafnir.

 • Við höfum eftirlit með samningum, menntun og vinnuumhverfi.

 • Við vinnum að því að tryggja heilsu þína í starfi.

Lög félagsins

Please reload

Félagavefur

Hér er hægt að fara inn á rafrænum skilríkjum og sækja launamiða, sækja um orlofshús o.fl.

Persónuverndaryfirlýsing Félags hársnyrtisveina

Hér má finna upplýsingar og starfsreglur Félags hársnyrtisveina um meðferð persónuverndaupplýsinga.

Persónuverndarfulltrúi félagsins er Halldór Oddsson, netfang: halldoro@asi.is.

Persónuverndastefna

Verklagsreglur

Spurt og svarað

Klipp-Fréttablað

2016

1. tölublað

2015

2. tölublað

2014

1. tölublað

2. tölublað

2013

1. tölublað

2. tölublað


 

Saga Félags Hársnyrtisveina í stuttu máli

Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina var stofnað 13. nóvember 1969. Þá sameinuðust Rakarasveinafélag Reykjavíkur RSFR og Sveinafélag hárgreiðslukvenna undir einum hatti. Það fólk sem að því stóð vissi að með því að með sameiningu félaganna stæðum við betur að vígi réttindalega og í gerð kjarasamninga.

Með tilkomu nýrrar kynslóðar, sem vildi sjá breytingar og upphefja félagið og þar með starfsstétt sína, var FHHS endurreist í kringum 1980.  Félagið gekk þá í Þjónustusamband Íslands ásamt Félagi starfsfólks í veitingahúsum.  Þessi tvö félög voru meðal þeirra er stofnuðu Þjónustusamband Íslands, ÞSÍ.  ÞSÍ voru samtök launþega í matvæla- og þjónustugreinum. Eftir sameiningu iðngreinanna hárgreiðslu og hárskera var starfsheitinu breytt í núverandi heiti, hársnyrtir.  Nafninu, Félag hárgreiðslu-og hárskerasveina var því breytt og kallaðist félagið Félag hársnyrtisveina frá haustinu 1998. 

Árið 1998 sameinaðist FSV,  Dagsbrún ásamt öðrum félögum, og til varð nýtt stéttarfélag, Efling.  Þjónustusambandið var lagt niður enda höfðu nokkur félög gegnið út nokkrum árum áður og stofnað Matvís. Félag hársnyrtisveina tók þá ákvörðun að ganga í Samiðn(Samband iðnfélaga). Á vordögum 2011, eftir 13 ár í Samiðn, gekk Félag hársnyrtisveina út úr sambandinu og er félagið með beina aðild inn í ASÍ.

Please reload