Umsóknareyðublöð

Tómstundanámskeið

Markmið sjóðsins er að tryggja fjárhaldslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms félagsmanna innan FHS í tengslum við störf þeirra.  

Sjóðsstjórn er m.a. heimilt að veita félagsmönnum fjárstyrki úr sjóðnum til eftirtalinna:

  1. til námskeiðs innanlands sem utan

  2. endurmenntunar

  3. sjálfstyrkingar og persónulegrar færni

  4. tölvunáms

  5. tómstundanáms

  6. tungumálanáms

Þeir sem hafa rétt á styrkveitingu eru þeir sem hafa greitt lágmarks félagsgjald í 6 mánuði eða lengur, þeir sem ná ekki lágmarksfélagsgjaldi eig rétt úr sjóðnum í hlutfalli við greiðslur.
Félagsmenn innan FHS sem sækja styrks úr sjóðnum skulu senda inn umsókn og láta þær upplýsingar koma fram er sjóðstjórn kann að telja nauðsynlegar. Félagsmaðurinn greiðir sjálfur námskeiðið. Sjóðurinn styrkir ekki námskeið sem atvinnurekandi greiðir. Upphæð styrkja miðast við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í félagssjóð FHS síðustu 24 mánuði. Lágmarksstyrkur skal þó að jafnaði ekki vera lægri en kr. 4000,-.

Greiðslur úr sjóðnum fara fram eftir á gegn framvísun reikninga eða annarra gagna. ATH umsóknir þurfa að berast fyrir 25. hvers mánaðar.

Starfstengd námskeið og endurmenntun

Undir starfstengda styrki falla:

Sjúkrasjóður FHS (starfsreglur)

Ath. Það þarf að skila inn öllum gögnum fyrir 25. hvers mánaðar, umsókn, sjúkradagpeningavottorði og upplýsingar um persónuafslátt.

• Dagpeningar greiðast eftir að samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu lýkur.

• Dagpeningar greiðast í allt að 120 daga á hverju 12 mánaða tímabili. 

• Sjúkra- og slysadagpeningar Sjúkratrygginga Íslands skerða ekki dagpeninga sjóðsins.

• Dagpeningar greiðast jafnt fyrir helga daga sem virka. Sá sem fullnýtt hefur þann rétt öðlast hann að nýju þegar greitt hefur verið fyrir hann til sjóðsins í 12 mánuði

• Dagpeningar greiðast ekki, þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að ræða. Sé um að ræða  tímabundinnar örorku er heimilt að skerða bætur sjúkrasjóðs sem því nemur.

• Stjórn sjóðsins er heimilt að greiða dagpeninga í allt að 60 daga á hverjum 12 mánuðum ef launatekjur sjóðfélaga falla niður. Sé um veikindi barna að ræða þá hafi 12 daga rétturinn verið fullnýttur og maki eigi ekki tök á að annast barnið. Vegna veikindi maka skal við það miðað að launamissir vegna veikinda hafi staðið í a.m.k. 2 vikur. 

• Greiðslur úr sjúkrasjóði FHS til sjálfstætt starfandi einyrkja hefjast 3 vikum að launagreiðslum lýkur til sjóðsfélaga vegna veikinda eða slysa.

• Heimilt er að greiða sjúkradagpeninga vegna veikinda á meðgöngutíma, enda komi ekki dagpeningagreiðsla fyrir sama tímabil frá öðrum aðila.

• Heimilt er sjóðsstjórn að greiða hluta dagpeninga, ef sjóðsfélagi getur ekki vegna sjúkdóms eða slyss stundað fulla vinnu.

• Stjórn sjóðsins er heimilt að taka tillit til ef tekjur undangenginna 3ja mánaða eru minni vegna veikinda eða annara orsaka.

• Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 30 virka daga vegna áfengis- eða vímuefnameðferðar, einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Umsókn þarf að fylgja staðfestingu frá viðkomandi meðferðarstöð um tímabil meðferðar.

• Þeir félagsmenn sem sækja greiðslu sjúkradagpeninga ber að mæta í viðtal hjá fulltrúa Virk, starfsendurhæfingar ef og þegar þess er óskað. Ef þeir mæta ekki er heimilt að stöðva greiðslur til félagsmanns.

Andlát sjóðsfélaga

Deyi félagsmaður, er heimilt að greiða ekkju, ekkli eða þeim, sem hinn látni hafði á framfæri sínu, dagpeninga fyrir eitt bótatímabil, 100 daga. Slíkt skal jafnan gert, þegar fráfallið raskar að verulegu leyti fjárhagsafkomu heimilisins að mati sjóðsstjórnar.

Gögn vegna styrkja:

• Sjúkrasjóður FHS greiðir styrk til félagsmanns vegna heilsutengdra forvarnaaðgerða, endurhæfingar og kostnað vegna hjálpartækja s.s. gleraugna og heyrnartækja, ef ekki komi greiðslur frá TR.

• Til að eiga rétt á styrk úr sjóðnum þarf félagsmaður að hafa greitt í sjóðinn í a.m.k. 6 mánuði.

• Upphæð styrkja skal miða við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum í sjúkrasjóði FHS síðustu 24 mánuði. 

• Styrkur verður greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun í frumriti þar sem fram kemur að hann hafi greitt fyrir sig.

• Ef félagsmaður getur ekki lagt fram frumrit, skal hann leggja fram staðfest afrit

• Heimilt er að styrkja atvinnulausa félagsmenn.

• Gögn sem þurfa að berast eru: Vottorð frá lækni og/eða beinan kostnað vegna meðferðar.

• Áríðandi er í öllum tilfellum sem bætur eru greiddar að fullnægjandi gögn liggi fyrir, s.s. frumrit af reikningi sem framvísað sé á nafn, kennitölu og fram komi tímabil og/eða fjöldi skipta sem viðkomandi hefur sótt. 

• Vegna greiðslu dagpeninga í stað launa skal fylgja sjúkradagpeningavottorð, ásamt staðfestingu vinnuveitanda um að launagreiðslur hafi fallið niður og að veikindaréttur sé fullnýttur.

• Réttur til styrks úr sjóðnum fyrnist sé hans ekki vitjað innan 12 mánaða frá því að réttur skapist.

  • ATH allar umsóknir þurfa að berast fyrir 25. hvers mánaðar.

 

Styrkir vegna forvarna:

• Veittur styrkur vegna forvarna vegna krabbameinsskoðana. Krabbameinsskoðun (brjósta, legháls -og/eða blöðruháls) er endurgreidd að fullu miðað við gjaldskrá Krabbameinsfélagsins.

• Styrkur vegan áhættumats hjá Hjartavernd. Greitt er 50% í eitt skipti á hverjum 24 mánuðum. Greitt miðað við innkomin iðgjöld.

• Sjúkranudd, sjúkraþjálfun og meðferð hjá kírópraktor

• Sjúkrasjóður greiðir styrk að hámarki 12 skipti á ári

• Greitt er allt að kr. 2500 pr. skipti, þó að hámarki 50% af kostnaði sjúklings. Greitt miðað við innkomin iðgjöld.

Gleraugnastyrkur

• Heimilt er að styrkja kaup á gleraugum/sjónglerjum einu sinni á tveggja ára fresti.

• Upphæð skal vera að hámarki kr. 20.000,-.

• Ef kostnaður vegna gleraugna er kr. 40.000,- eða minni greiðist 50% af reikningi. Greitt miðað við innkomin iðgjöld.

Kostnaðarsamar læknisaðgerðir

• Styrkur vegna aðgerða á augum er veittur einu sinni fyrir hvort auga. Kostnaður vegna augnaðgerðar skal vera að lágmarki kr. 100.000,-. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 40.000,- fyrir hvort auga eða kr. 80.000,-. Greitt miðað við innkomin iðgjöld.

• Styrkur vegna glasa- eða tæknifrjóvgun nemur allt að kr. 80.000,- m.v. fullt starf næstliðna 12 mánuði og hlutfallslega vegna hlutastarfs, enda sé kostnaður viðkomandi félagsmanns a.m.k. kr. 100.000,-. Styrkurinn er veittur allt að tvisvar sinnum vegna tilrauna til glasa/tæknifrjóvgunar.

• Heimilt er að styrkja félagsmann vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Greitt er 50% af kostnaði hvers tíma í allt að 6 skipti. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Tryggingarstofnun svo sem eins og t.d. hjá geðlækni. Greitt er m.v. innkomin iðgjöld.

Samþykkt á aðalfundi félagsins þann 21. mars 2018