Orlofsmál

Upplýsingar:

Opið allt árið

Þjónustumiðstöð (sækja þarf lykil, tuskur og o.fl. til umsjónarmanns)

Leiktæki

Sparkvöllur

Stór verönd

Heiturpottur

3 Svefnherbergi (2 hjónaherbergi og eitt kojuherbergi með 3 þremur rúmum.

2 salerni (annað í geymslu)

Útihúsgögn

Grill

Sængur fyrir 8

Barnarúm

Barnastóll

Borðbúnaður 

Uppþvottavél

Sjónvarp

Sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (upplýsingar í húsinu)

DVD

Leigutími: Allt árið
Verð á viku: 32.000
Verð fyrir helgi - vetur: 24.000
Verð fyrir virka daga - vetur: 4.000

Orlofshús FHS í Svignaskarði

Sumarúthlutun 2020
ATH eingöngu er hægt að sækja um á sjóðsfélagvef félagsins.

Opið er fyrir umsóknir að orlofshúsi Félags hársnyrtisveina til og með 20. mars.
Úthlutað verður 27. mars og síðasti greiðsludagur er 2. apríl.

Endurúthlutun fer fram 6. apríl.
Vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir 11. apríl.

Sumartímabilið verður núna frá 5. júní til 21. ágúst.

Munið að sótt er um ferðastyrk/orlofsstyrk á sama tíma.

Munið að fara yfir hvort að rétt netfang sé ekki skráð.

Svignaskarð er í Borgarhreppi í Mýrarsýslu, í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Borgarnesi eftir þjóðvegi 1.

 

Húsið er um 60 fm, með stórum palli og heitum potti. Húsið skiptist í stofu með eldhúskrók, bað og 3 svefnherbergi. 

 

Sundlaug er að Varmalandi í um 7 km fjarlægð. Verslun er í Baulunni um 3 km frá orlofshúsunum. Margir sögufrægir staðir eru í nágrenninu sem vert er að skoða og víða er boðið upp á ýmsar afþreyingar svo sem hestaferðir og veiði í vötnum.

 

Upplýsingar fást í þjónustumiðstöðinni. Borgarnes er í um 30 km fjarlægð frá Svignaskarði. Þar er miðstöð samgangna og þjónustu fyrir mjög stórt svæði. Þar er sundlaug og golfvöllur auk Safnahúss Borgarfjarðar.

Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu

Smelltu á þennan link til að bóka húsið

https://app.joakim.is/SjodsfelagaVefur/Sjodsfelagavefur_f467.html#orlof

 

ath að það þarf að greiða fyrir húsið innan 48 klst frá bókun.

Reiknisupplýsingar 526 26 443430 kt. 4707700239 

Lyklar afhentir í þjónustumiðstöð Svignaskarðs frá kl. 17 - 22 að vetri til.

Útilegukortið

Félag hársnyrtisveina selur hið sívinsæla Útilegukort 2020. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin og kostar í almennri sölu 19.900 krónur en félagsmenn FHS geta keypt kortið á 13.900,- kr.

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.

Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Nánari upplýsingar má finna á http://utilegukortid.is/

Best er að senda tölvupóst á fhs@klipp.is og panta kort. ATH eitt kort á kennitölu.

Veiðikortið​

Veiðikort fyrir 2020 eru komin í sölu!

Veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. 

Félag hársnyrtisveina selur Veiðikort á góðum kjörum til félagsmanna félagsins. Kortið kostar í almennri sölu 7.900 kr. en félagsmenn FHS geta keypt kortið á 4.300 kr.

Nánari upplýsingar um veiðikortið á: veidikortid.is

 

Best er að senda tölvupóst á fhs@klipp.is og panta kort. ATH eitt kort á kennitölu.

Gistimiðar á Fosshótel
Félag hársnyrtisveina bíður félagsmönnum sínum gistimiða á 7 Fosshótelum hringinn í kringum landið.
Verð fyrir gistimiða er kr. 8.500 fyrir tveggja manna herbergi. Greitt er kr. 4.000 aukalega ef gist er á fjögurra stjörnu hóteli.

Eftirfarandi hótel eru í boði:

  • Grand Hótel Reykjavík

  • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)

  • Fosshótel Stykkishólmur

  • Fosshótel Vestfirðir (á Patreksfirði)

  • Fosshótel Húsavík

  • Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

  • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)

*takmarkað magn.

Félag hársnyrtisveina // Stórhöfða 25 // 110 Reykjavík // Sími 588-0806 // fhs@klipp.is

  • facebook