Kjaramál

Lágmarkslaunataxtar

Launatafla frá gildir frá 1. janúar 2021

Tímakaup í dagvinnu miðast við virkan vinnutíma; 37 stundir á viku og 160 stundir á mánuði, í stað 40 og 173,33 stunda áður

Launafl. 1. Hársnyrtir með sveinspróf eða sambærilega menntun

                            Mánaðarl.   Dagvinna   Yfirvinna I   Yfirvinna II   Stórhátíðarl.

Grunnlaun        454.756          2.842          4.639           5.002            6.253

  

Hársnyrtir með a.m.k. 5 ára sveinspróf og meistararéttindi

                            Mánaðarl.   Dagvinna   Yfirvinna I    Yfirvinna II  Stórhátíðarl.

Grunnlaun         475.000       2.969          4.845            5.225           6.531   

Launafl. 2. Hársnyrtir án sveinsprófs 

                            Mánaðarl.   Dagvinna    Yfirvinna I   Yfirvinna II    Stórhátíðarl.

Grunnlaun         402.357       2.514           4.104           4.426             5.532  

Iðnnemar í hársnyrtiiðn, fjögurra ára iðnnám, laun fyrir unninn tíma

                                     Mánaðarl.   Dagvinna   Yfirvinna I   Yfirvinna II   Stórhátíðarl.

Fyrstu 12 vikurnar     287.774      1.799           2.878           3.309            3.957   

Næstu 12 vikur          304.467       1.903          3.045           3.501            4.186  

Eftir 24 vikur               324.536      2.028           3.245          3.732            4.462   

Orlofs- og desemberuppbót

  

Orlofsuppbót 2021 er kr. 52.000

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf.

 

Desemberuppbót 2021 er kr. 96.000

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.
Desemberuppbót innifelur orlof, er föst talar og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Orlofsréttur

  • Orlof skal ver 24 virkir dagar. Orlofslaun skulu ver 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfirvinnu

  • Sveinn, sem unnið hefur 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á 25 virkum dögum og 10,64% orlofslaunum.

  • Sveinn, sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á 27 virkum dögum og 11,59% orlofslaunum.

  • Sveinn sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 28 virkum dögum og 12,07% orlofslaunum.

  • Sveinn sem unnið hefur 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.

Gildir frá og með 1. maí 2021: Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022

**Athugið að námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

Starfsmaður sem öðlast hefur 27 daga orlofsrétt eftir 5 ára starf hjá fyrri atvinnurekanda fær hann að nýju eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, enda hafi rétturinn verið staðreyndur við ráðningu.

Veita ber a.m.k. fjórar vikur, 20 virka daga, á tímabilinu 2. maí til 30. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara.

Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á tímabilinu 2. maí til 30. sept. eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.

Bride with Flowers in Hair
Uppsagnafrestur

Uppsagnarfrestur er sem hér segir:

Fyrstu 3 mánuði í sama fyrirtæki: 1 vika m.v. vikumót

Eftir 3 mánuði í sama fyrirtæki: 1 mánuður m.v. mánaðamót

Eftir 3 ára samfellt starf í sama fyrirtæki: 2 mánuðir m.v. mánaðamót

Eftir 5 ára samfellt starf í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Eftir þriggja mánaða starf telst starfsmaður vera fastráðinn.

 

Þeir sem stunda sína vinnu svo að ekki er hægt að skoða þá sem fasta starfsmenn, skulu skoðast lausráðnir starfsmenn. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og allar uppsagnir skulu vera skriflegar og miðast við mánaðamót eða vikumót.

Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur 4 mánuðir, ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir, ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir, þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3ja mánaða fyrirvara.

Kjarasamningar

 

Ráðningarsamningur

Um ráðningarsamninga og ráðningarbréf segir m.a. í kjarasamningi FHS og SA:

Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klst. á viku, skal eigi síðar en tveim mánuðum eftir að starf hefst gerður skriflegur ráðningarsamningur eða ráðning staðfest skriflega. Láti starfsmaður af störfum áður en tveggja mánaða frestinum lýkur, án þess að skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður eða ráðning staðfest skriflega, skal slík staðfesting látin í té við starfslok.

Breytingar á ráðningarkjörum umfram það sem leiðir af lögum eða kjarasamningum skal staðfesta með sama hætti eigi síðar en mánuði eftir að þær koma til framkvæmda.

Ráðningasamning má finna hér

Kjarasamningur SA og FHS má finna hér.

Vinnutími

Gildir frá 1. apríl 2020:

Tímakaup í dagvinnu er fundið með því að deila 160 í mánaðarlaun. Skýring: Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33.  Ef færri tímar eru greiddir á viku / mánuði m.v. fullt starf skal reikna hækkun þannig að dagvinnulaun fyrir 37 klst. á viku / 160 klst. á mánuði verði þau sömu og áður var greitt fyrir fleiri tíma.

Þó skal dagvinna ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei hefjast fyrr en kl. 07:00 og aldrei ljúka síðar en kl. 19:00. Upphaf dagvinnu hvers starfsmanns skal ákveðið í ráðningarsamningi hans og verður ekki breytt nema að undangenginni uppsögn eða með samkomulagi.

Heimilt er með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitanda að greiða fyrir störf, sem unnin eru utan dagvinnutíma með fríum á dagvinnutímabili, enda sé verðgildi unninna vinnutímaeininga þeirra, er utan dagvinnu falla, lagður til grundvallar.


Yfirvinna

Samningsbundin yfirvinna hefst, þegar lokið er umsaminni dagvinnu.

Yfirvinna 1 greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,00% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Yfirvinna 2 greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Frídagar

Helgidagar eru:

Skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, frídagur verslunarmanna og annar í jólum

Stórhátíðadagar eru: 

Nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00, jóladagur, gamlársdagur eftir kl. 12:00

Aðfangadag jóla og gamlársdag reiknast dagvinnutími til kl. 12:00 á hádegi.

Á annan nýársdag skal vinna ekki hefjast fyrr en kl. 10:00. 

Daginn fyrir Þorláksmessu er heimilt að hafa opnar stofur til kl. 10:00 að kvöldi. Er þá meisturum skylt að veita starfsfólki frían hádegisverð. Á Þorláksmessu er heimilt að hafa opið til kl. 24.00 og skal þá meistari veita starfsfólki tvær fríar máltíðir, ef unnið er svo lengi, annars eina máltíð. Matur skal veittur á vinnustað, þannig að sem minnstar frátafir verði.

Veikindaréttur

Ef starfsmaður veikist og getur ekki mætt til vinnu skal hann tilkynna það yfirmanni sínum. Atvinnurekandi ákveður hvort læknisvottorðs skal krafist og greiðir hann þá fyrir það. Félagsmenn FHS ávinna sér veikindarétt sem hér segir:

  • Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð.

  • Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum.

  • Eftir 2 ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og einn á dagvinnulaunum.

  • Eftir 3 ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og tveir á dagvinnulaunum.

Skilgreiningar

Full laun
Full laun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss (staðgengilslaun).

 

Full laun starfsmanna í prósentulaunakerfi
Ef starfsmaður veikist eða slasast og fjarvistir vara lengur en eina viku samfellt, skal reikna full laun hans sem meðaltal síðustu fjögurra mánuða fram að upphafi veikinda. Ef um skemmri starfstíma er að ræða hjá viðkomandi fyrirtæki skal telja frá upphafi starfs. Ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli á viðmiðunartímabilinu skal miða við það starfshlutfall sem starfsmaður er ráðinn í við upphaf veikinda.

 

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum

 

Veikindi í orlofi
Ber að tilkynna það á sannanlegan hátt til atvinnurekanda. Sama gildir ef starfsmaður veikist í landi inn EES-svæðisins það alvarlega að það leiði til sjúkrahúsvistar. Fullnægi starfsmaður tilkynningaskyldu, og standi veikindin lengur en 3 sólarhringa innanlands eða 6 sólarhringa innan EES-svæðisins, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vörðu.

 

Vinnuslys eða atvinnusjúkdómar
Forfallist starfsmaður af völdum slyss við vinnuna eða slasast á beinni leið til eða frá vinnustað og eins ef starfsmaður veikist af atvinnusjúkdómi, skal hann halda dagvinnulaunum í 3 mánuði til viðbótar áunnum veikindarétti.

Graphic Eyeliner Makeup
Fyrir launagreiðendur

Félagsgjöld Félags hársnyrtisveina.

 

Félagsnúmer Félags hársnyrtisveina er F467

 

1. Félagsgjald: 
Félagsgjald til Félags hársnyrtisveina 0,9% af heildarlaunum launþega (nema, sveina og meistara).

2. Sjúkrasjóðsgjald:  
Atvinnurekanda ber að greiða 1,00% af öllum launum í sjúkrasjóð.

3. Orlofssjóðsgjald:  
Atvinnurekanda ber að greiða 0,25% af öllum launum í orlofssjóð.

4. Lífeyrissjóður:
Atvinnurekanda er skylt að halda eftir 4% af öllum launum starfsmanns og á móti greiðir vinnuveitandi 11,5% af öllum launum til lífeyrissjóðs. 

5. Séreignarsparnaður:
Greiði starfsmaður viðbótarframlag 2%-4% í séreignarsjóð til lífeyrissjóðsins ber vinnuveitanda að greiða 2% af öllum launum í  mótframlag.

6. Starfsmenntasjóður:
Atvinnurekendur greiða símenntagjald sem nemur 0,5% af heildarlaunum starfsmanna.

7. Starfsenduhæfingarsjóður:
Atvinnurekendur greiða 0,10% í Starfsendur­hæfingarsjóð, sbr. yfirlýsingu ASÍ og SA sem fylgir samningi þessum. 

Til að greiða fyrir innheimtu gjalda láta innheimtuaðilar (lífeyrissjóðir, sveinafélög) í té sérstök eyðublöð (skilagrein), sem launagreiðendur útfylla og skila til innheimtuaðila, ásamt greiðslu.
Í stað skilagreina samkvæmt 10.6.1. er atvinnurekendum heimilt að nota tölvuunnar skilagreinar, enda uppfylli þær þau skilyrði, sem krafist er varðandi eintakafjölda, fullnægjandi upplýsingar og uppsetningu.

Lífeyrissjóðurinn Gildi, Guðrúnartúni 1, sími: 515-4700, sér um innheimtu ofangreindra gjalda, 
kt. 561195-2779, reikningur: 0526-26-999.