Grænn hársnyrtir

Fern leaf
Fern leaf

press to zoom

press to zoom

press to zoom
Fern leaf
Fern leaf

press to zoom
1/3
Hvað er grænn hársnyrtir?

Að vinna eftir hugmyndafræði grænar hársnyrtingar þýðir til að byrja með að losa umhverfi hársnyrta við hættuleg efni, þau verstu eru bönnuð fyrst. Þessi efni má finna í flestum hársnyrtivörum og grænir hársnyrtar sniðganga þau efni, þess í stað verða öruggari valkostir fyrir valinu.

Skaðleg efni sem bönnuð eru á grænum hársnyrtistofum geta til dæmis verið ofnæmis-, krabbameinsvaldandi, haft áhrif á innkirtla starfsemi og slæm áhrif á vatnsumhverfi.

Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á skaðleg áhrif þessara efna eru þau enn leyfð innan ESB.

Á Norðurlöndunum eru til samtökin Grøn Salon, sem veita óháða þriðja aðila vottun um Grænar stofur. Þau samtök tengjast engum snyrtivörum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Þannig að gott er að notast við lista um bönnuð efni sem finna má á heimasíðu samtakanna.

Starfsumhverfi hársnyrta

 • Flestir hársnyrtar sem hverfa frá störfum nefna atvinnusjúkdóma sem ástæðu brotthvarfsins (húðsjúkdómar, ofnæmi, stoðkerfis- og öndunarfærasjúkdómar).

 • Um helmingur hársnyrtinema upplifir roða, þurrk og kláða á höndum. Rúmlega 20% nemenda hverfa frá námi og helsta ástæða þess eru sömuleiðis atvinnusjúkdómar.

 • Hársnyrtar eru sá faghópur sem er í einna mestri áhættu með að þróa með sér handexem og ofnæmisexem. Þróunin hefst yfirleitt snemma á námstíma og í mörgum tilfellum þýðir það að nemendur þurfa að hætta námi. 

 • Stærsta ástæðaatvinnutengdra húsjúkdóma er mikil blautvinna hársnyrta. Á hverjum degi er meðal hársnyrtir með blautar hendur í um 2 klukkustundir, ásamt því að komast mikið í snertingu við sápu.

 • Húðin virkar sem vörn gegn skaðlegum áhrifum umhverfisins. Með tíðri notkun á vatni og sápu eyðist fitulag húðarinnar upp og fer hún að þorna. Þar með eru helstu varnirnar gagnvart sterkum efnum hársnyrtifagsins horfnar og efnin eiga greiða leið inn í líkamann í gegnum húðina.

 • Góðu fréttirnar eru þær að margt er hægt að gera til að varast þessar aðstæður og auka þannig líkurnar á heilbrigði og lengri starfsaldri hársnyrta.

Getting Haircut
Getting Haircut

press to zoom

press to zoom

press to zoom
Getting Haircut
Getting Haircut

press to zoom
1/3
Hands Red
Hands Red

press to zoom

press to zoom

press to zoom
Hands Red
Hands Red

press to zoom
1/4
Forvarnir
 • Notið alltaf hanska við hárþvott-allar tegundir hárlitunar-permanent-þrif á áhöldum-blöndun hárlita

 • Notið hanska eins lengi og nauðsyn krefur en eins stutt og mögulegt er

 • Einnota hanskar eru einnota

 • Notið ávallt púðurlausa Nitrile hanska

 • Notið bómullarhanska undir Nitrile hanskana

 • Blandið lit í sérstökum blöndunarskáp með loftræstingu

 • Klippið hár áður en það er litað

 • Notið nýja, hreina og þurra hanska

 • Blandið ekki lit eða þrífið litaáhöld þar sem matar er neytt

 • Notið feitan, ilmefnalausan handáburð

 • Fjarlægið hringi af fingrum á meðan vinnu stendur

 • Lesið vel leiðbeiningar á vinnustað um efnanotkun og forvarnir

 • Notið Nitrile hanska ef þú þarft að vera með blautar hendur utan vinnutíma

 • Notið hlýja hanska í kulda

 • Kynnið ykkur vel efnaumhverfi hársnyrta samkvæmt Grön Salon (www.groensalon.dk)

 • Kynnið ykkur leiðbeiningar Vinnueftirlitsins